top of page
Search

Heimilisofbeldi í Bretlandi

Heimilisofbeldi hefur verið til staðar í mörg ár víðs vegar um heiminn og á sér langar sögulegar rætur. Ójafnrétti milli karla og kvenna hefur verið í samfélaginu okkar lengi og verður áfram um ókomna tíð. Á 18. öldinni var misnotkun á eiginkonum álitið sem eðlilegur hluti af hjónabandi, eitthvað sem konurnar þurftu að venjast og á þeim tíma samþykktu flest réttarkerfin barsmíðar á maka innan hjónabands og beitingu valds eiginmanns yfir eiginkonu sinni. Þessi lög þýddu að eiginmaður gat barið konuna sína án nokkurra afleiðinga. Undir lok tuttugustu aldar á áttunda áratugunum var heimilisofbeldi loksins skilgreint sem glæpur og sá sem myndi beita slíku valdi þurfti að svara fyrir það.

173 manneskjur voru myrtar af fjölskyldumeðlimum í Bretlandi árið 2018. Í 75% prósent tilfella var verknaðurinn gerður af maka, fyrrverandi maka eða öðrum í fjölskyldunni og voru karlar yfirgnæfandi meirihluti gerenda. BBC, sem er breska ríkisútvarpið, hefur gert samantekt um morðmál sem tengjast heimilisofbeldi, samkvæmt þeirri samantekt hafa morðum fjölgað um 32% frá árinu 2017 en þá voru um 140 manns myrtir sem afleiðing af heimilisofbeldi. Árið 2014 voru um 160 myrtir, 2015 um 145 og 2016 um 130.

Á bresku síðunni Mankind koma eftirfarandi staðreyndir fram. Eitt af hverjum þremur fórnarlömbum heimilisofbeldis er karlmaður sem jafngildir 757.000 körlum en 1,651 miljón kvenna. Einn af sex til sjö körlum upplifa heimilisofbeldi. 4,4% af fórnarlömbum sem leituðu stuðnings hjá SafeLives eru karlmenn. Heimsfaraldurinn hafði í för með sér að símtölum í hjálpar síma og heimsóknum á vefsíðu Domestic abuse services fjölgaði um 75%. 49% fórnarlamba sem eru karlkyns láta ekki vita að þeir séu fórnarlömb heimilisofbeldis en 19 af kvenkyns fórnarlömbum. Undanfarin fimm ár, 2015 til 2020, höfðu að meðaltali 12 karla verið drepnir af maka eða fyrrverandi maka.


Í Bretlandi er hægt að hringja í 999 eða 101 fyrir aðstoð.

 
 
 

Recent Posts

See All
Ofbeldi gagnvart konum á Spáni

Heimilisofbeldi gagnvart konum hefur verið algengt á Spáni undanfarin ár. Á Spáni er lítið gert úr konum og algengt er að líta niður á...

 
 
 
Þróun ofbeldis

Rannsakað hefur verið hvernig ofbeldið þróast. Heimilisofbeldi byrjar sjaldan á því að makinn kýli þolandann heldur þróast ofbeldið smátt...

 
 
 
Almennt um heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi er ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir að hálfu einhvers sem er honum nákominn, skyldur eða tengdur. Þolandi og...

 
 
 

Comments


bottom of page