top of page
Search

Ofbeldi gagnvart konum á Spáni

Updated: Nov 23, 2022

Heimilisofbeldi gagnvart konum hefur verið algengt á Spáni undanfarin ár. Á Spáni er lítið gert úr konum og algengt er að líta niður á þær, þá sérstaklega karlmenn. Frá árinu 2003 hafa 1.095 konur verið myrtar af eiginmanni eða sambýlismanni. Á seinasta ári (2021) voru 37 konur myrtar af fyrrum eða núverandi sambýlismanni og hafa 39 börn einnig myrt frá árinu 2013. 40% kvenna á Spáni hafa verið áreittar kynferðislega og meirihluti allra kvenna á Spáni hafa verið beittar ofbeldi, þar að meðal 12 milljónir kvenna.


Covid-19 hafði slæm áhrif á alla en það hafði verulega mikil áhrif á spænskt samfélag. Útgöngubann hafði slæm áhrif á heimilislíf og leiddi til mikillar aukningar á ofbeldi heima fyrir. Símtöl hjá hjálparlínunum urðu mun fleiri eftir því sem leið á covid-19 faraldurinn. Í dag er barist á fullu fyrir kvenréttindum og þá aðallega heima fyrir og fólk er byrjað að vera meira vakandi fyrir ofbeldi almennt á Spáni.


Nýlega voru sett fram ný lög þar sem markmiðið var aðallega að taka meira á ofbeldi gegn konum og einnig voru sett fram lög að nú er ekki þörf á að konan skuli vera með sönnun ef hún hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Alþjóðlegur baráttudagur ofbeldis gegn konum er haldinn föstudaginn 25.nóvember þar sem hópur kvenna safnast saman og mótmælir ofbeldi gegn konum. Þær hrópa yfirleitt saman í kór (á spænsku) „við viljum vera á lífi“ og „þær dóu ekki, þær voru myrtar“. Jafnréttisráðuneyti Spánar valdi slagorðið „saman“ í mótmælunum.

 
 
 

Recent Posts

See All
Þróun ofbeldis

Rannsakað hefur verið hvernig ofbeldið þróast. Heimilisofbeldi byrjar sjaldan á því að makinn kýli þolandann heldur þróast ofbeldið smátt...

 
 
 
Heimilisofbeldi í Bretlandi

Heimilisofbeldi hefur verið til staðar í mörg ár víðs vegar um heiminn og á sér langar sögulegar rætur. Ójafnrétti milli karla og kvenna...

 
 
 
Almennt um heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi er ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir að hálfu einhvers sem er honum nákominn, skyldur eða tengdur. Þolandi og...

 
 
 

Comentários


bottom of page