top of page
Search

Þróun ofbeldis

Rannsakað hefur verið hvernig ofbeldið þróast. Heimilisofbeldi byrjar sjaldan á því að makinn kýli þolandann heldur þróast ofbeldið smátt og smátt. Þetta byrjar oft með því að makinn fer að þrýsta á þolandann um að draga úr umgengi við nánustu aðila, sem sagt vini, ættingja eða samstarfsfólk og með því fer þolandinn að hafa færra fólk í kringum sig sem hann treystir. Því næst fer makinn að niðurlægja þolandann, setur út á útlit, hegðun, málfar og skoðanir og í kjölfarið fer andlegt ofbeldi að versna og aukast. Gerandinn fer að hóta, rústa húsinu með því að brjóta og rusla til. Líkamlegt ofbeldi er svo lokastigið, en fer oft saman með andlegu ofbeldi. Eftir líkamlegt ofbeldi fylgir oft tími þar sem ró er yfir heimilinu, í sumum tilvikum er gerandinn gjafmildur, umhyggjusamur og ást er á heimilinu. Þolandinn leggur mikla vinnu að halda sambandinu svona, en smátt og smátt byggist spennan upp aftur á heimilinu og ofbeldi er beitt á nýtt.

 
 
 

Recent Posts

See All
Ofbeldi gagnvart konum á Spáni

Heimilisofbeldi gagnvart konum hefur verið algengt á Spáni undanfarin ár. Á Spáni er lítið gert úr konum og algengt er að líta niður á...

 
 
 
Heimilisofbeldi í Bretlandi

Heimilisofbeldi hefur verið til staðar í mörg ár víðs vegar um heiminn og á sér langar sögulegar rætur. Ójafnrétti milli karla og kvenna...

 
 
 
Almennt um heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi er ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir að hálfu einhvers sem er honum nákominn, skyldur eða tengdur. Þolandi og...

 
 
 

Comments


bottom of page